

Frelsi frá kvíða

Lykillinn þinn að sjálfsbreytingu og frelsi
Sjálfsbreyting er ferðalag. Ef við erum ekki að vinna í sjálfum okkur fer okkur stöðugt aftur eða við stöðnum. Ertu orðinn þreytt/ur á að vera sífellt í sömu hringrás ótta, streitu, kvíða, þreytu, neikvæðu sjálfsniðurrifi, sjálfsefa, depurðar, höfnun eða óöryggis?
Er ekki kominn tími til að skoða sjálfan sig, orkuna sína, hugsanir og læra áhrifaríkustu aðferðir sem til eru til sjálfsbreytingar?
Hvað ef þú gætir bara losað út þetta gamla áfall og orðið frjáls? Hvað ef þú gætir sigrað óttann og streituna og breytt sjálfri/sjálfum þér og orðið sú manneskja sem þú vilt vera og farið að lifa því lífi sem þú vilt lifa?
Með þessum vefþáttum vill Sara tryggja að þú fáir allt það sem þú þarft til að taka frá tíma í hverri viku til að vinna í þér og þinni persónulegu umbreytingu með fræðslu, þjálfun og hugleiðslu. Í hverri viku kemur nýr þáttur og í lok hvers þáttar er stórkostleg leidd hugleiðsla sem leiðir þig í innra sjálfsbreytingarferðalag og hjálpar þér að losa út uppsöfnuð áföll, neikvæða orku eins og streitu eða kvíða, hjálpar þér að elska þig skilyrðislaust og öðlast heilbrigt sjálfstraust, o.fl. o.fl.
Komdu með í stórkostlegasta bataferðalag lífs þíns! Hvort sem það er að læra hverjar eru rætur kvíða, verkja, þreytu, depurðar, eða annarra neikvæðra einkenna, fá hugleiðslur sem hjálpa þér að losa út rætur einkennanna, auka sjálfstraustið, öðlast frelsi frá áföllum fortíðar, frelsi frá streitu, þreytu, eða öðlast meiri gleði, hlátur, fögnuð og frelsi - læra að stýra hugsunum þínum og þjálfa hugarfarið til að geta skapað þér það líf sem þú vilt öðlast - þá ertu á réttum stað. Eða hreinlega losna undan valdi óttans og stíga inn í hugrekki og kraft !
Um er að ræða vefþætti í áskrift sem er einungis kr. 1.990 á mánuði. Enginn binditími er og þú getur afskráð þig hvenær sem er. Fyrstu 4 vikurnar eru alveg fríar auk þess sem allir sem skrá sig í podcastið fá gefins netnámskeiðið ,,Að öðlst heilbrigt sjálfsvirði - ég er nóg”. Um er að ræða mjög veglega gjöf sem hjálpar þér að taka stórt stökk inn í heilbrigðari sjálfsmynd og sjálfstraust.
Það eina sem þú þarft að gera til að fá þessa veglegu gjöf er að skrá þig í áskrift hér á síðunni - þótt þú þurfir að gefa upp korta upplýsingar verður ekkert rukkað af kortinu þínu fyrstu þrjá mánuði af vefþáttunum og þú getur afskráð þig hvenær sem er.